Sony Xperia M5 - Lagalegar upplýsingar

background image

Lagalegar upplýsingar

Sony E5603/E5606/E5653

Þessi notendahandbók er gefin út af Sony Mobile Communications Inc. eða dótturfyrirtæki þess, án nokkurrar

ábyrgðar. Sony Mobile Communications Inc. er heimilt hvenær sem er og án fyrirvara að gera endurbætur og

breytingar á handbókinni sem nauðsynlegar kunna að vera vegna prentvillna, ónákvæmni núverandi upplýsinga eða

endurbóta á forritum og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar á nýrri útgáfum notandahandbókarinnar.

Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær lýsi tækinu nákvæmlega.
Öll vöru- og fyrirtækjaheiti sem nefnd eru hér eru vörumerki eða skráð vörumerki viðkomandi eiganda. Öll önnur

vörumerki eru eign viðkomandi eigenda. Allur réttur sem ekki er veittur skýlaust í handbók þessari er áskilinn. Nánari

upplýsingar er að finna á

www.sonymobile.com/us/legal/.

Þessi notandahandbók kann að vísa til þjónustu eða forrita sem þriðju aðilar veita. Notkun á slíkum forritum eða

þjónustu kann að krefjast sérstakrar skráningar hjá þriðja aðila og kann að vera háð sérstökum notkunarskilmálum.

Vinsamlegast lestu fyrst notkunarskilmála og viðeigandi persónuverndarstefnu þeirra forrita sem eru fengin á eða í

gegnum vefsíðu þriðja aðila. Sony ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði efnis eða þjónustu frá vefsvæði

þriðja aðila.
Með tækinu er hægt að hlaða niður, vista og framsenda viðbótarefni, t.d. hringitóna. Notkun slíks efnis kann að vera

takmörkuð eða bönnuð með réttindum þriðja aðila, þ.m.t. en ekki eingöngu vegna takmarkana samkvæmt

ákvæðum höfundarréttar. Þú, en ekki Sony, berð alla ábyrgð á utanaðkomandi efni sem þú sækir eða framsendir úr

fartækinu þínu. Áður en þú notar viðbótarefni skaltu ganga úr skugga um að ætluð not séu í samræmi við

leyfisskilmála eða heimiluð með öðrum hætti. Sony ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði utanaðkomandi

efnis eða annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum kringumstæðum er Sony ábyrgt á nokkurn hátt vegna

misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni eða efni frá þriðja aðila.
Nánari upplýsingar er að finna á

www.sonymobile.com.

Þessi vara er varin af tilteknum hugverkarétti Microsoft. Notkun eða dreifing á slíkri tækni utan vörunnar er óheimil án

leyfis Microsoft.
Eigendur efnis nota WMDRM-tækni (Windows Media stafræna réttindatækni) til að verja hugverkarétt sinn, þ.m.t.

höfundarrétt. Þetta tæki notar WMDRM-hugbúnað til að fá aðgang að WMDRM-vörðu efni. Ef WMDRM-

hugbúnaður getur ekki varið efni kunna eigendur þess að fara fram á að Microsoft afturkalli getu hugbúnaðarins til

að nota WMDRM til að spila eða afrita varið efni. Afturköllun hefur ekki áhrif á óvarið efni. Þegar þú hleður niður

leyfum fyrir varið efni samþykkir þú að Microsoft geti sent afturköllunarlista með leyfunum. Eigendur efnis kunna að

biðja um að WMDRM verði uppfært svo hægt sé að opna efni þeirra. Ef uppfærslu er hafnað getur verið að ekki sé

hægt að opna efnið sem biður um uppfærsluna.
Þessi vara er skráð með MPEG-4 og AVC leyfum til einkanota, ekki í viðskiptalegum tilgangi, notanda til að (i) kóða

myndefni í samræmi við MPEG-4-staðalinn („MPEG-4 myndefni“) eða AVC-staðalinn („AVC-myndefni“) og/eða (ii)

afkóða MPEG-4 eða AVC myndefni sem hefur verið kóðað af notanda til einkanota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi,

og/eða fékkst hjá aðila með leyfi frá MPEG LA til að dreifa MPEG-4 og AVC myndefni. Ekkert leyfi er veitt eða

undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, þ.m.t. sem tengjast auglýsingum, notkun innanhúss og

notkun í viðskiptaskyni og leyfisveitingu, er hægt að fá frá MPEG LA, L.L.C. Sjá

www.mpegla.com. MPEG Layer-3

hljóðafkóðunartækni með leyfi frá Fraunhofer IIS and Thomson.
SONY MOBILE ÁBYRGIST EKKERT TAP, EYÐINGU OG/EÐA YFIRRITUN Á PERSÓNULEGUM GÖGNUM EÐA

SKRÁM SEM GEYMD ERU Í SÍMANUM ÞÍNUM (ÞAR MEÐ TALIÐ EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ TENGILIÐI, TÓNLIST

OG MYNDIR) VEGNA UPPFÆRSLNA Á TÆKINU ÞÍNU MEÐ AÐFERÐUM SEM LÝST ER Í ÞESSARI

NOTANDAHANDBÓK EÐA SKJALI. UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKAL HEILDARBÓTAÁBYRGÐ SONY

MOBILE EÐA SÖLUAÐILA ÞESS GAGNVART ÞÉR FYRIR HVERS KYNS TJÓN, TAP OG MÁLSÁSTÆÐUR (HVORT

SEM ER Í SAMNINGI EÐA VANEFNDUM, ÞAR Á MEÐAL, EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, VANRÆKSLU EÐA ANNARS

KONAR) VERÐA HÆRRI EN SÚ UPPHÆÐ SEM ÞÚ GREIDDIR FYRIR TÆKIÐ.
© 2016 Sony Mobile Communications Inc.
Allur réttur áskilinn.

141

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.