Stillingar myndupptökuvélar
Til að stilla stillingar upptökuvélarinnar
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Strjúktu að
.
3
Pikkaðu á til að birta stillingar.
4
Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan.
Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar
Myndskeiðsupplausn
Stilltu upplausn myndskeiða fyrir mismunandi snið.
Full háskerpa (30 r./sek.)
1920×1080(16:9)
106
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 30 r. á s. og 16:9 myndhlutfalli.
Full háskerpa (60 r./sek.)
1920×1080(16:9)
Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 60 r. á s. og 16:9 myndhlutfalli.
HD
1280×720(16:9)
HD (háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli.
VGA
640×480(4:3)
VGA snið með 4:3 myndhlutfalli.
Margmiðlunarskilaboð
Taktu upp myndskeið sem henta til að senda í margmiðlunarskilaboðum. Upptökutími þessa myndsniðs er
takmarkaður svo myndskeiðsskrár passi í margmiðlunarskilaboð.
Hlut fylgt eftir
Þegar þú velur hlut með því að snerta hann í myndglugganum fylgir myndavélin honum
fyrir þig.
Smile Shutter™ (myndskeið)
Notaðu eiginleikann Smile Shutter™ til að ákveða hvernig brosi myndavélin bregst við
áður en myndskeið er tekið.
HDR-myndskeið
Notaðu myndskeiðs HDR (hátt virkt svið) stillingarinnar til að taka myndskeið upp á móti
sterkri baklýsingu eða við aðstæður þar sem birtuskilin eru skörp. HDR-myndskeið bætir
upp fyrir tapið á smáatriðum og gefur mynd sem er málsvari fyrir bæði dökkum og ljósum
svæðum.
SteadyShot™
Erfitt getur verið að halda tækinu stöðugu þegar myndskeið er tekið upp. Hristivörnin
dregur úr áhrifum vegna smávægilegra handahreyfinga.
Kveikt
Kveiktu á henni til að draga úr hristingi myndavélarinnar.
Slökkt
Slökkt er á hristivörninni.
Sjálfvirk forskoðun mynda
Þú getur valið að forskoða myndskeið sem þú hefur nýlokið við að taka.
Kveikt
Forskoðunin hefst eftir að myndskeiðið hefur verið tekið.
Aðeins fremri myndavél
Þegar tökunni lýkur opnast myndskeiðið svo hægt sé að gera á því breytingar.
Slökkt
Myndskeiðið vistast að töku lokinni og engin forskoðun birtist.
Vasaljós
Notaðu ljósið til að taka upp myndskeið þegar lýsing er léleg eða þegar baklýsing er til
staðar. Táknið fyrir upptökuljós er bara tiltækt á upptökuskjánum. Athugið að stundum
geta myndgæðin verið betri án ljóssins, jafnvel þótt lýsingin sé léleg.
Kveikt
Slökkt
107
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Umhverfisval
Umhverfisvalið gerir þér kleift að setja upp myndavélina á fljótlegan hátt fyrir algengar
aðstæður með því að nota forstilltar umhverfisstillingar. Hver umhverfisstilling er hönnuð til
að framleiða bestu gæði myndbands og mögulegt er í tilteknu upptöku umhverfi.
Slökkt
Slökkt er á umhverfisstillingu og þú getur tekið upp myndskeið handvirkt.
Mjúk smella
Notað fyrir töku myndskeiðs gegn mjúkum bakgrunnum.
Landslag
Notað fyrir landlagsmyndskeið. Myndavélin stillir fókus á fjarlæga hluti.
Næturmynd
Þegar næturstillingin er virk er ljósnæmi aukið. Notað í illa lýstu umhverfi. Myndskeið af hlutum á mikilli
hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri eða notaðu stuðning. Slökktu á næturstillingunni
þegar birtuskilyrði eru góð til að bæta myndgæðin.
Strönd
Notað fyrir myndskeið af umhverfi við sjó eða vatn.
Snjór
Notað við bjartar aðstæður til að koma í veg fyrir yfirlýstar hreyfimyndir.
Íþróttir
Notað fyrir myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna
hreyfingar.
Partí
Notað við upptöku myndskeiða innandyra í illa lýstu umhverfi. Þetta umhverfi nemur bakgrunnsljós eða
kertaljós innandyra. Myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri
eða notaðu stuðning.
108
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.